Hoppa yfir valmynd
6. maí 2024 Matvælaráðuneytið

Kynningarfundur á frumvarpi til laga um lagareldi

Kynningarfundur á frumvarpi til laga um lagareldi - myndiStock/eugenesergeev

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi sem haldinn verður í sal Club Vox á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 8. maí, kl. 11.00. Frumvarpið er sem stendur meðferðar hjá atvinnuveganefnd að loknu samráðsferli í samráðsgátt.

Að lokinni kynningu ráðherra mun Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri matvæla fara nánar yfir þær breytingar sem hafa orðið á frumvarpinu að loknu samráðsferli. Tilgangur frumvarpsins er að skapa greininni ramma sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi og hefur víðtækt samráð verið haft hagaðila til að ná settu marki.

Fulltrúar frá Hafrannsóknastofnun og Matvælastofnun munu einnig segja frá aðkomu sinna stofnana að frumvarpinu og hverju lögin myndu breyta fyrir þeirra starfsemi.

Streymt verður frá fundinum, frumvarpið má nálgast hér.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum